LAXEY
Sjálfbært og umhverfisvænt fiskeldi á landi
LAXEY
LAXEY mun starfrækja fiskeldisstöðvar á landi í Vestmannaeyjum. Seiðaeldisstöð í Botni Friðarhafnar sem mun framleiða 4 milljónir laxaseiða á ári og matfiskaeldisstöð í Viðlagafjöru sem mun framleiða 32 þús. tonn af laxi á ári. Fiskeldi hefur um langt skeið verið sú grein innan matvælaiðnaðarins sem vex hraðast.
Aukning fólksfjölda á heimsvísu og batnandi lífsgæði hafa gert að verkum að eftirspurn eftir laxi hefur aukist hraðar en framboð. Gæði afurða úr eldislaxi eru mikil og er hann vinsæl matvara víða um heim. Matfiskastöðin í Viðlagafjöru mun framleiða hágæða matvöru með hreinni umhverfisvænni orku í hreinum sjó við hagstæðar aðstæður en sjávarhiti í Vestmannaeyjum er sá hæsti umhverfis Ísland. Affall verður hreinsað frá stöðinni og úrgangur nýttur til landgræðslu og áburðarframleiðslu. Seiði verða bólusett og engin lyf verða notuð í eldinu. Með því verður sköpuð náttúruleg hágæða matvarameð sjálfbærum hætti.
umhverfisvænt – sjálfbært – engin lyf
Fréttir af starfseminni
LAXEY og Baader undirrita samning um vinnslubúnað fyrir landeldisstöð í Vestamannaeyjum.
LAXEY og Baader á Íslandi hafa gert með sér samning um afhendingu á vinnslubúnaði fyrir væntanlegt sláturhús LAXEY fyrir landeldislax. Baader, sem er alþjóðlegt fyrirtæki í þróun og framleiðslu á tækjabúnaði fyrir laxavinnslu, er þekkt fyrir lausnir sem hannaðar eru...
Arion banki og Laxey undirrita samkomulag um fjármögnun
Arion banki og Laxey hafa undirritað samning um fjármögnun. Samstarf félaganna mun styðja við áform Laxey um að starfrækja fiskeldisstöð á landi í Vestmannaeyjum. Samkomulagið er mikilvægur þáttur í langtímarekstri Laxey og styður við áframhaldandi uppbyggingu...
Búið að bólusetja fyrsta skammtinn.
Síðasta vika var gríðarlega spennandi en að sama skapi einnig annasöm. Fyrsti seiðahópurinn var nefnilega bólusettur og gekk það vonum framar. Það var NORVACC sem sá um verkefnið fyrir okkur en það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í bólusetningum á seiðum. Stórt hrós til...