ICELANDIC LAND FARMED SALMON
Markmið verkefnisins er stofnun fiskeldisstöðvar á landi í Vestmannaeyjum fyrir 10.000 tonn / ári af laxi. Fiskeldi hefur um langt skeið verið sú grein innan matvælaiðnaðarins sem vex hraðast.
Aukning fólksfjölda á heimsvísu og batnandi lífsgæði hafa gert að verkum að eftirspurn eftir laxi hefur aukist hraðar en framboð. Gæði afurða úr eldislaxi eru orðin mikil og er hann vinsæl matvara víða um heim. Laxeldisstöðin í Viðlagafjöru mun framleiða hágæða matvöru með hreinni umhverfisvænni orku í hreinum sjó við hagstæðar aðstæður en sjávarhiti í Vestmannaeyjum er sá hæsti umhverfis Ísland. Affall verður hreinsað frá stöðinni og úrgangur nýttur eftir fremsta megni.
Seiði verða bólusett en engin lyf verða notuð í eldinu. Með því verður sköpuð náttúruleg hágæða matvara
með sjálfbærum hætti.
umhverfisvænt – sjálfbært – engin lyf notuð
Fréttir af starfseminni
Fréttatilkynning: LAXEY og Marel skrifa undir samning um vinnslu- og hugbúnað fyrir landeldisstöð í Vestmanneyjum
LAXEY og Marel hafa skrifað undir samning um afhendingu á Marel vinnslu- og hugbúnaði fyrir væntanlegt sláturhús LAXEY fyrir landeldislax. Með samningnum tekur LAXEY stórt skref en fyrirtækið stefnir á að framleiða 32 þúsund tonn af laxi á ári. Byggð hefur verið...
Fréttir af Laxey
Nóg að gera og nóg um að vera hjá Laxey Í byrjun desember var skammtur tvö færður frá RAS 2 yfir í RAS 3 og undanfarna daga hefur hann verið bólusettur. Það er NORVACC sem sá um verkefnið líkt og síðast; fyrirtækið sérhæfir sig í bólusetningu seiða. Jafnvel í landeldi...
Fyrsta flutningi milli seiðastöðvarinnar og áframeldis lokið.
Síðastliðinn föstudag fóru fyrstu flutningarnir frá seiðastöðinni yfir í áframeldið fram og heppnuðust afar vel. Fyrir einu ári síðan fékk Laxey sinn fyrsta skammt af hrognum, sem síðan hafa vaxið í gegnum ferlið á seiðastöðinni okkar. Nú eru þau tilbúin að halda...
Kynningarmyndband
Stefnt er á byggingu 10.000 tonna / ári fiskeldisstöðvar fyrir lax
Það þýðir að um um 100 ný störf gætu orðið til í Vestmannaeyjum.
Fullkomin staðsetning
Valinn hefur verið staður í Viðlagafjöru á Heimaey. Sjávarhiti við Vestmannaeyjar er mjög hagstæður sem er mikilvægt upp á góðan vaxtarhraða og góða afkomu rekstrarins. Stöðin mun notast við svokallað gegnumstreymiskerfi þar sem hreinum sjó er dælt upp í gegnum stöðina og hreinsaður áður en honum er skilað aftur til sjávar.