Fyrirspurnir v. fjáfestinga

Netfang

fjarfestingar@laxey.is

Atvinnuumsókn

Netfang

job@laxey.is

Almennar fyrirspurnir

Netfang

info@laxey.is

RAS kerfið í ferskvatnsstöðinni nýtir lífsíur til að hreinsa vatn stöðvarinnar fyrir endurnýtingu en úrgangur sem myndast í ferlinu er hreinsaður úr í fráveitukerfi stöðvarinnar og nýtist til landgræðslu og endurheimtar á gróðurþekju, til dæmis í Vestmannaeyjum.

Zero Water Concept lausn

Frá hrogni upp í sláturstærð hyggst LAXEY nýta sér fremstu tæknilausnir sem hafa sannað sig í slíku eldi. Fyrirtækið hefur valið norsk/danska félagið AKVA Group Land Based til að vinna með að byggingu seiðastöðvar í botni Friðarhafnar í Vestmannaeyjum. Til að ganga vel um takmarkaðar ferskvatnslindir bæjarins var valin Zero Water Concept lausn AKVA sem mun endurnýta ferskvatn stöðvarinnar um 99,8%.

Hámarks endurnýting á vatni felur einnig í för með sér að hægt er að stjórna hitastigi vatnsins í stöðinni og ná þannig:

góðum vaxtarhraða

mjög lítilli áhættu á sjúkdómum

heilbrigðum seiðum sem munu vaxa vel í áframeldinu í Viðlagafjöru

RAS kerfið í ferskvatnsstöðinni nýtir lífsíur til að hreinsa vatn stöðvarinnar fyrir endurnýtingu en úrgangur sem myndast í ferlinu er hreinsaður úr í fráveitukerfi stöðvarinnar og nýtist til landgræðslu og endurheimtar á gróðurþekju, til dæmis í Vestmannaeyjum.

Í áframeldinu í Viðlagafjöru verður notast við bestu tækni sem hefur sannað sig í laxeldi á landi með sjó. Notast er við endurnýtingu á sjó um 65% sem næst með því að dæla sjónum gegnum kolsýruloftara. Þannig má reikna með að lágmarka megi hversu mikið þarf að dæla upp af nýjum sjó. Til að tryggja bestu fáanlegu vatnsgæði er notaður hreinsibúnaður til að fjarlægja óhreinindi úr vatninu og nægu súrefni bætt í vatnið.

 

Kerin verða lokuð að ofan með þaki til að tryggja stöðugar aðstæður fyrir fiskinn þ.e. hann verður laus við áreiti af náttúrunnar völdum en slíkt eykur einnig öryggi fisksins fyrir utanaðkomandi sjúkdómum sem geta borist úr umhverfinu. Til að tryggja að áföll í raforkuöflun geti ekki valdið dauða fisks verða bæði öflug neyðarkerfi til að framleiða varaafl og útvega súrefni í slíkum tilfellum.

Tryggð verða næg vatnsskipti í kerfinu til að uppleyst úrgangsefni geti ekki byggst upp í kerfinu sem skaða fiskinn en allur sjór verður hreinsaður áður en hann fer í fráveitukerfi. Mykjan sem safnast frá fiskinum myndar svo að endingu verðmæta auðlind sem getur nýst til landgræðslu og endurheimtar á gróðurþekju. Einnig er unnið í samstarfi við önnur laxeldisfyrirtæki á landi að skoða möguleika á að reisa áburðarverksmiðju sem nýtir laxamykjuna til áburðarframleiðslu fyrir landbúnaðinn.