Spennustöðin er tengd.
Það gleður okkur að tilkynna að núna er Viðlagafjara tengd raforkukerfi landsins. Hallgrímur Steinsson fékk heiðurinn að gangsetja spennustöðina sem er hönnuð með tilliti til rekstraröryggis í langtímarekstri.
Með því að tengjast raforkukerfi landsins tryggjum við öruggan rekstur með lágmarks áhrif á umhverfið. LAXEY hefur nú þegar gert langtímasamning við Landsvirkjun um kaup á endurnýjanlegri raforku fyrir framleiðsluna.
Rafmagn er lykilþáttur fyrir landeldi og sér til þess að LAXEY geti tryggt laxinum bestu vaxtarskilyrðin með dælingu og endurnýtingu á jarðsjó. Til að tryggja ótruflaða framleiðslu munu einnig vera vararafstöðvar á svæðinu sem eru nú þegar komnar á svæðið.
Það eru sex mánuðir þangað til að fyrsti skammtur verður færður yfir í landeldið í Viðlagafjöru. Gangsetning spennustöðvarinnar var því merkilegur áfangi í stórri framkvæmd sem er á áætlun