Í síðustu viku átti sér stað fyrsti flutningur milli RAS kerfa innan Seiðastöðvarinnar þegar fyrsti skammturinn var færður frá RAS 1 yfir í RAS 2.
Mikil undirbúningur var búin að eiga sér stað til að tryggja að flutningurinn myndu ganga sem best. Flutningur milli RAS kerfa er ögn flóknari heldur en flutningur frá Klakstöð yfir í RAS 1 kerfið, en þá er einfaldlega gengið með bakka frá klakstöðunni og þeir lagðir ofan í tankana í RAS 1. Flutningur milli RAS kerfa felur í sér aðgerð þar sem dælubúnaður er notaður við að dæla seiðunum á milli þessara kerfa. Að auki voru seiðin flokkuð í stærð áður en þau fóru á sinn stað. Aðgerðin og flokkunin gekk mjög vel enda var teymið okkar sem sá um verkefnið himinlifandi með framkvæmdina.
Seiðin dafna mjög vel á nýjum stað. Næst á dagskrá er að flytja skammt 2 frá klakstöð yfir í RAS 1 og svo taka á móti þriðja skammtinum í júlí en þá mun LAXEY taka á móti 900.000 hrognum.