Síðasta vika var gríðarlega spennandi en að sama skapi einnig annasöm. Fyrsti seiðahópurinn var nefnilega bólusettur og gekk það vonum framar. Það var NORVACC sem sá um verkefnið fyrir okkur en það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í bólusetningum á seiðum. Stórt hrós til þeirra fyrir að sjá um þennan mikilvæga þátt, jafnvel í stýrðu umhverfi landstöðva okkar bætir bólusetning við aukið öryggislag, sem tryggir heilsu og framleiðni eldislaxins á lífsleiðinni.
Það er alltaf spenna í loftinu þegar verið er að gera hluti í fyrsta skiptið, því er góður undirbúningur og góðir starfsmenn gulls ígildi. Stórt hrós fær starfsfólkið, bæði teymið sem sér um seiðin sem og tækniteymið. Vel gert.