INVESTORS
“Markmið verkefnisins er stofnun fiskeldisstöðvar á landi í Vestmannaeyjum
fyrir 10.000 tonn / ári af laxi”
Markmiðið
Stefnt er á byggingu 10.000 tonna / ári fiskeldisstöðvar fyrir lax. Við það geta myndast um 100 störf í Vestmannaeyjum. Stöðin mun notast við svokallað gegnumstreymiskerfi þar sem hreinum sjó er dælt upp í gegnum stöðina og hreinsaður áður en honum er skilað aftur til sjávar. Valinn hefur verið staður í Viðlagafjöru á Heimaey.
Sjávarhiti við Vestmannaeyjar er mjög hagstæður sem er mikilvægt upp á góðan vaxtarhraða og góða afkomu rekstrarins.
Framgangur verkefnis
Unnið hefur verið að verkefninu frá 2018, vinna við umhverfismat fyrir laxeldisstöð í Viðlagafjöru er hafin í samstarfi við EFLU. Vonast er til að umhverfismatið klárist fyrir vor 2022 og að lokahönnun stöðvarinnar verði tilbúin þá.
Mikil vinna er einnig fólgin í því að tryggja að allar viðskiptaáætlanir og tæknilegar lausnir standist þegar fyrirtækið hefur störf.
Framgangur verkefnis
Unnið hefur verið að verkefninu frá 2018, vinna við umhverfismat fyrir laxeldisstöð í Viðlagafjöru er hafin í samstarfi við EFLU. Vonast er til að umhverfismatið klárist fyrir vor 2022 og að lokahönnun stöðvarinnar verði tilbúin þá.
Mikil vinna er einnig fólgin í því að tryggja að allar viðskiptaáætlanir og tæknilegar lausnir standist þegar fyrirtækið hefur störf.
Helstu ráðgjafar
EFLA hefur til þessa verið helsti ráðgjafi verkefnisins. Félagið aðstoðaði við val á staðsetningu eldisins í upphafi, hefur gert grunnhönnun stöðvarinnar ásamt sérfræðiráðgjöfum sínum og vinnur nú umhverfismat framkvæmdarinnar fyrir félagið.
Stofnaður hefur verið rýnihópur sérfræðinga í fiskeldi til að tryggja að allar lausnir sem eru valdar fyrir stöðina séu þær sem reynst hafa best.
Sjálfbærni
Kröfur um að matvæli séu framleidd með ábyrgum hætti aukast stöðugt. Náttúran skal njóta vafans og ekki skal skerða möguleika komandi kynslóða.
Fyrirtækið verður sett upp á þann hátt að áhrif þess á umhverfið verði í algjöru lágmarki og framleiðslan verður í samræmi við ströngustu staðla.
Framleiðslan
Framleidd verða 9.000 tonn af HOG (head on gutted) laxi (Salmo salar). Framleiðslan verður slægð og pökkuð í húsnæði í Viðlagafjöru. Framleitt verður eftir ASC staðli um ábyrga fiskeldisframleiðslu.
Með stýrðum aðstæðum og hágæða fóðri er stefnt að því að framleiða hágæða vöru sem verður eftirsótt á mörkuðum.
Samvinna
Þegar hönnunarvinnu er lokið verður hafist handa við framkvæmdir á árinu 2022. Til framtíðar sækist félagið eftir samstarfi við birgja, kaupendur á laxi, fjárfesta í sjálfbærum iðnaði og önnur fyrirtæki með sameiginlega hagsmuni til að vinna með.
Harrannsóknarstofnun
Rannsóknar- og ráðgjafastofnun hafs og vatna
EFLA
Verkfræðistofa
MAR
Advisors