Fyrirspurnir v. fjáfestinga

Netfang

fjarfestingar@laxey.is

Atvinnuumsókn

Netfang

job@laxey.is

Almennar fyrirspurnir

Netfang

info@laxey.is

Upplýsingar fyrir fjárfesta

Fyrsta fjármögnunarumferð LAXEY lauk í júlí 2023 með mjög góðum árangri og gerði fyrirtækinu kleift að ná sínum markmiðum. Samhliða hlutafjárútboði kusu allir eigendur breytanlegra skuldabréfa að umbreyta bréfum sínum í hlutafé, sem fjölgaði hluthöfum úr einum í 22 eftir hlutafjáraukningu.

Í apríl 2024 lauk LAXEY 40 milljóna evra lokuðu hlutafjárútboði. Vegna mikillar eftirspurnar frá fjárfestum var ráðist í viðbótarfjármögnun í júní 2024, þar sem safnað var um 6 milljónum evra í gegnum lokað hlutafjárútboð. Með því hófst bygging á seinni áfanga 4.500 tonna landeldisstöðvar fyrir lax.

Í annarri fjármögnunarumferð ársins 2024 var starfsmönnum fyrirtækisins boðið að taka þátt í hlutafjárútboði. Þessar fjármögnunarlotur hafa haft í för með sér verulega fjölgun hluthafa, sem hefur farið úr 22 í 68.

Verkefnið hefur verið í þróun frá upphafi árs 2019. Frá stofnun upphaflega þróunarfélagsins, Sjálfbært fiskeldi í Eyjum ehf., hefur áherslan verið á fagleg vinnubrögð og vandaðan undirbúning. Allar upplýsingar fyrir fjárfesta eru unnar af sérfræðingum á viðkomandi sviðum og þróun verkefnisins hefur verið í nánu samráði við hagaðila og samfélagið í Vestmannaeyjum.

Verkefnið hefur farið í gegnum ítarlegt umhverfismat, unnið af Eflu hf., leiðandi ráðgjafarfyrirtæki á Íslandi á þessu sviði. Engar alvarlegar athugasemdir hafa borist við áætlanir fyrirtækisins.

Við val á tækni og lausnum hefur verið lögð rík áhersla á sjálfbærni og lágmarks vatnsnotkun. Fyrirtækið hefur valið eitt af öflugustu fyrirtækjum heims í byggingu RAS-kerfa til að tryggja skilvirka og sjálfbæra vatnsnýtingu, sem hefur engin neikvæð áhrif á vatnsbúskap í Vestmannaeyjum.

Unnið hefur verið í samstarfi við orkuveitur og birgja til að tryggja nægjanlegt innviðauppbyggingu og að rekstur stöðvarinnar verði ávallt studdur nægjanlegri orku. Aðeins verður notuð græn orka í allri starfsemi.

Vestmannaeyjar bjóða upp á einstök skilyrði fyrir landeldi. Svæðið sem valið hefur verið til uppbyggingar, Viðlagafjörður, er mjög hentugt fyrir laxeldi á landi. Helstu hönnunarforsendur verkefnisins byggja á:

  • Áreiðanleika
  • Lífvörnum
  • Vatnsgæðum
  • Stöðugu vaxtarumhverfi
  • Sjálfvirkni

Landeldisstöðin nýtur góðs af nálægð við sjávarauðlindir í kjörhitastigi, sterku þekkingarsamfélagi og nálægð við innviði sjávarútvegsins.

Allur fiskur verður fluttur með skipum til markaða, og staðsetning Vestmannaeyja er afar hentug fyrir útflutning bæði til Evrópu og Norður-Ameríku.