Fyrirspurnir v. fjáfestinga

Netfang

fjarfestingar@laxey.is

Atvinnuumsókn

Netfang

job@laxey.is

Almennar fyrirspurnir

Netfang

info@laxey.is

LAXEY lýkur 900 milljóna hlutafjárútboði, hefur undirbúning að áfanga tvö í áframeldi á laxi í Vestmannaeyjum 

LAXEY, félag sem byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, lauk nýlega 900 milljóna króna viðbótar hlutafjáraukningu, sem verður nýtt til að hefja undirbúning á öðrum áfanga í uppbyggingu á landeldi félagsins. Áfangi tvö mun bæta 4.500 tonna framleiðslu á laxi við þau 4.500 tonn sem eru nú þegar fullfjármögnuð í áfanga 1. Alls er stefnt að því að byggja áframeldið upp í sex jafnstórum áföngum. 

Ákvörðunin um að fara í þessa hlutafjáraukningu nú var tekin vegna mikils áhuga fjárfesta í framhaldi af 6 milljarða hlutafjárútboði félagsins í apríl á þessu ári. Nýir öflugir hluthafar tóku þátt núna og má þar nefna Farvatn Private Equity og Kontrari, tvö norsk fjölskyldufélög með mikla reynslu af fjárfestingum tengdum fiskeldi. 

Góður gangur í uppbyggingu lífmassa og áframeldið á áætlun 

Uppbygging félagsins gengur vel. Seiðastöðin hefur hafið starfsemi með móttöku tveggja seiðahópa, sem dafna vel. Bygging á seiðastöðinni verður fullkláruð í júlí en heildar framleiðslugeta er 4 milljónir seiða á ári. Seiðin verða nýtt bæði við framleiðslu á laxi til manneldis á staðnum auk framleiðslu stórseiða – en fyrsta sala á stórseiðum er áætluð sumarið 2025. Framkvæmdir á áframeldi félagsins ganga vel og var fyrsta 5000 m3 fiskeldiskerið reist í Viðlagafjöru í júní og í mars á þessu ári voru 6 stórseiða ker reist á sama svæði, sem hvert um sig rúmar 900 m3. 

Viðbótarfjármagn notað til að hefja áfanga 2 

Þar til í byrjun árs 2024 var LAXEY aðallega fjármagnað af fjölskyldu Sigurjóns Óskarssonar. Með tilkomu 6 milljarða hlutafjáraukningu í apríl og nú 900 milljóna viðbótaraukningu, hefur LAXEY tryggt sterka eiginfjárstöðu og öflugan hóp fjárfesta með mikla sérþekkingu og fjárhagslegan styrk til að stuðla að frekari vexti LAXEY. 

“Áframhaldandi eftirspurn frá öflugum fjárfestum endurspeglar styrk verkefnisins í heild sinni. Samhliða því að gera okkur kleift að hefja undirbúning á öðrum áfanga, koma þessir öflugu fjárfestar með aukna reynslu og þekkingu í verkefnið“ segir Lárus Ásgeirsson, stjórnarformaður LAXEY. „Nú er það undir okkur komið að framkvæmdir og uppbygging lífmassans haldist áfram á réttri braut. Það er í raun ótrúlegt að fylgjast með daglegum framgangi verkefnisins og það var stór stund þegar fyrsta 5000 m3 fiskeldiskerið fyrir áframeldið var reist í lok júní, allt samkvæmt upprunalegri tímaáætlun“. 

Norski fjárfestingabankinn Arctic Securities var umsjónaraðili hlutafjárútboðsins, en Mar Advisors eru fjármálaráðgjafar fyrir LAXEY.