Fyrirspurnir v. fjáfestinga

Netfang

fjarfestingar@laxey.is

Atvinnuumsókn

Netfang

job@laxey.is

Almennar fyrirspurnir

Netfang

info@laxey.is

Nóg að gera og nóg um að vera hjá Laxey
Í byrjun desember var skammtur tvö færður frá RAS 2 yfir í RAS 3 og undanfarna daga hefur hann verið bólusettur. Það er NORVACC sem sá um verkefnið líkt og síðast; fyrirtækið sérhæfir sig í bólusetningu seiða. Jafnvel í landeldi gegnir bólusetning mikilvægu hlutverki við að vernda heilsu fiska, tryggja góðan rekstur og styðja við sjálfbærni. Bæði flutningur og bólusetning gengu mjög vel.  

Næstu skref í seiðastöðinni eru að hreinsa og undirbúa RAS 2 fyrir næsta skammt, sem nú er staðsettur í RAS 1. Þegar sá skammtur er fluttur áfram verður RAS 1 þrifinn og undirbúinn fyrir nýjan skammt. Þannig verður hringrásin viðhaldin í seiðastöðinni.  

Áframhaldandi aðlögun í Viðlagafjöru
Fyrsti skammtur seiða, sem nú er í stórseiðahúsinu í Viðlagafjöru, aðlagast nýju umhverfi sínu mjög vel og má í raun segja að starfsemin þar sé hafin á fullum krafti. Skammtur tvö verður fluttur frá seiðastöðinni til stórseiðahússins í Viðlagafjöru á nýju ári og mun þá ganga í gegnum sama aðlögunarferli. 

Það má svo sannarlega segja að landeldi sé hafið í Vestmannaeyjum. 

 

default