Eldi á laxi á landi hefur verið í mikilli framþróun á síðustu árum. Í laxeldi á landi eru fólgin mjög góð viðskiptatækifæri.
Laxeldi á landi
Helstu dæmi um kosti þess að vera með eldi á landi eru:
Engin áhætta er á umhverfisspjöllum eða blöndun við villta stofna þar sem slysasleppingar og uppsöfnun úrgangs og fóðurleifa á sér ekki stað.
Stýrðar aðstæður í stórum kerjum með þaki yfir gera umhverfi fisksins streitulítið sem skilar sér í góðum vaxtarhraða og góðri afurð.
Langur líftími er á öllum mannvirkjum og viðhald á helstu mannvirkjum á ekki að vera kostnaðarsamt.
Eingöngu raforka er notuð í eldinu auk súrefnis sem er framleitt með raforku á staðnum. Þessi orka er framleidd með vistvænum hætti á Íslandi þ.e. kolefnisfótspor vörunnar er að mestu komið úr fóðrinu.
Úrgangur er síaður úr fráveitu eldisins og má nýta hann í uppgræðslu lands og ná þannig að fullnýta köfnunarefnið í fóðrinu. Enn fremur er fráveita eldisins næringarrík af uppleystum efnum og má nýta hana t.d. í ræktun skelfisks eða þangs í framtíðinni og stuðla þannig að hringrásarhagkerfi út frá eldinu.



Sjálfbær framleiðsla – til framtíðar
Neytendur gera í síauknum mæli kröfu um að matvara sem þeir neyta sé framleidd með ábyrgum hætti með tilliti til umhverfis- og samfélagslegra áhrifa. Fiskeldi á landi getur uppfyllt alla þessa þætti og er stefna félagsins að skara fram úr á þessu sviði. Félagið mun:
starfa án þess að nota lyf eða efni til sjúkdómavarna, eingöngu bólusetningar á seiðum verða viðhafðar.
halda ströng viðmið um dýravelferð í eldinu.
leggja sig fram um að lágmarka kolefnisfótspor framleiðslunnar.
nota náttúrulegt og vottað fóður til að hafa heilnæmi vörunnar sem mest.
Nýting á fersku vatni er framúrskarandi með RAS tækni í seiðastöð félagsins sem var valin til að hámarka vatnsnýtingu og er fremsta tækni sem völ er á
Hreinsa fráveitu frá stöðinni og ráðstafa úrgangi stöðvarinnar í uppgræðslu eða aðra verðmætasköpun eftir fremsta megni.
Sjálfbærni er sú hugsun að starfa á þann hátt að tækifæri framtíðarinnar rýrni ekki sem afleiðing af starfseminni. Það er markmið sem er algjörlega raunhæft fyrir laxeldi á landi með þekkingu og fyrirhyggju í undirbúningi þess.
LAXEY hefur gert saming um kaup á endurnýjanlegri raforku frá Landsvirkjun. LAXEY kaupir upprunaábyrgðir fyrir raforkunotkuninni og því er um að ræða grænan raförkusölusamning.
Fullkomin staðsetning
Valinn hefur verið staður í Viðlagafjöru á Heimaey. Sjávarhiti við Vestmannaeyjar er mjög hagstæður sem er mikilvægt upp á góðan vaxtarhraða og góða afkomu rekstrarins. Stöðin mun notast við svokallað gegnumstreymiskerfi þar sem hreinum sjó er dælt upp í gegnum stöðina og hreinsaður áður en honum er skilað aftur til sjávar.
