Þriðji skammturinn er mættur
Í þetta skiptið fékk LAXEY 900.000 hrogn sem eru ¾ af heildar framleiðslu getu stöðvarinnar. Hrognin voru fengin frá Benchmark Genetics. Í seiðastöðinni eru núna lífmassi í þremur kerfum af fjórum, klakstöðinni, RAS1 og svo RAS2, og vegnar lífmassanum mjög vel í öllum stigum framleiðslunnar.
Fjórði skammturinn mun svo koma í haust og mun hann vera fyrsti heili skammturinn, 1.200.000 hrogn. Mun það marka mikil tímamót hjá LAXEY sem mun þá vera með framleiðslu á öllum stigum seiðastöðvarinnar.