Fimmtudaginn 4. maí skrifuðu Daði Pálsson og Oliver Daðason, fyrir hönd LAXEY undir samning við Árna ehf.
Árni ehf. mun sjá um að bora 25-35 holur niður á 35-95m dýpi í Viðlagafjöru.
Þessar holur verða svo nýttar til að dæla jarðsjó inn á kerin okkar.
Borinn sem mun vera notaður í verkið er að gerðinni Liebherr og sérstaklega útbúinn fyrir RC borun.
Hann vigtar um 70 tonn og kemur með rúmlega 24 metra mastri.
Á myndinni eru Oliver Daðason, sonur Daða Pálssonar og Árni Hjaltason að handsala samninginn.
Smellið á myndir til að skoða þær stærri